Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

éta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 neyta fæðu eða matar, borða
 dæmi: hann át tvær sneiðar af kökunni
 dæmi: maturinn var svo vondur að ég gat ekki étið hann
 dæmi: hún gaf hundinum að éta
 éta <brauðið> upp til agna
 éttu skít
 2
 
 hafa ætandi áhrif
 dæmi: sýran étur upp málminn
 3
 
 éta <orðin> ofan í sig
 
 taka orð sín aftur
 dæmi: hann varð að éta ofan í sig allt sem hann sagði áður
 4
 
 éta <þetta> upp eftir <honum>
 
 endurtaka orð hans
 dæmi: fara í ferðalag? át hann upp eftir henni
 étast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík