Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

eyra no hk
 
framburður
 beyging
 hljóðskynjunartæki og jafnvægisskynfæri manna og dýra
 [mynd]
 
 www.fauna.is
 eyrun á <mér>
 innra eyra
 
 sá hluti eyrans sem nemur hljóð og þyngdaráreiti og sendir það til heilans
 ytra eyra
 
 sjáanlegur hluti eyrans, eyrnablaðka ásamt hlust
  
orðasambönd:
 fá hellu fyrir eyrun
 
 finna fyrir þrýstingsmun á hljóðhimnu eyrans
 fá orð í eyra
 
 fá skammir, vera ávítaður
 hafa eyra fyrir <fallegri tónlist>
 
 kunna að meta fallega tónlist
 hafa eyrun opin
 
 hlusta vel
 hafa <þetta> á bak við eyrað
 
 muna eftir því, hafa það í huga
 láta <viðvörun hennar> sem vind um eyru/eyrun þjóta
 
 láta það sem hún segir ekki hafa áhrif á sig
 leggja eyra/eyrun við <orðum hennar>
 
 hlusta vel á það sem hún segir
 leggja við eyrun
 
 hlusta vel
 ljá <orðum hennar> eyra
 
 hlusta á það sem hún segir
 loka eyrunum fyrir <allri gagnrýni>
 
 neita að hlusta á alla gagnrýni
 ná eyrum <fundarmanna>
 
 fanga athygli fundarmanna
 sperra eyrun
 
 hlusta vel, leggja við hlustir
 tala fyrir daufum eyrum
 
 fá lítil viðbrögð við því sem maður segir
 það er ýmist í ökkla eða eyra
 
 það er annað hvort of lítið eða of mikið
 <þessi orðrómur> berst <honum> til eyrna
 
 hann heyrir þennan orðróm
 <áminningin> fer inn um annað eyrað og út um hitt
 
 áminningin hefur engin áhrif
 <söngurinn> lætur <vel> í eyrum
 
 söngurinn hljómar vel
 <hlusta á þetta> með öðru eyranu
 
 hlusta án mikillar athygli
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík