Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

dæmi no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 þraut í stærðfræði, reikningsþraut, reikningsdæmi
 dæmið gengur upp
 leysa/reikna dæmið
 2
 
 sýnishorn af e-u (óáþreifanlegu)
 dæmi: framkoma borgarstjórans er dæmi um hroka yfirvalda
 3
 
 það að e-ð á sér stað, atburður, tilfelli
 dæmi: þess eru mörg dæmi að menn kaupi hús í útlöndum
 4
 
 notað sem vísun í atriði eða fyrirbæri
 dæmi: við þurfum að klára þetta dæmi og framkvæmdinni verður haldið áfram
  
orðasambönd:
 fara að dæmi <hennar>
 
 gera eins og hún, hafa hana að fordæmi
 snúa dæminu við
 
 1
 
 skoða málið frá annarri hlið
 2
 
 snúa vörn í sókn
 til dæmis
 
 svo dæmi sé tekið, til að mynda; oft skammstafað t.d.
 það er til í dæminu að <kaffið misheppnist>
 
 það á sér stundum stað að kaffið misheppnast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík