Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vondur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
  
 sem skortir góða eiginleika, einkum hjartagæsku
 dæmi: vondir menn kveiktu í húsinu þeirra
 vera vondur við <hana>
 
 dæmi: stjúpa Öskubusku var mjög vond við hana
 2
 
 sem skortir góða eiginleika
 dæmi: vondur matur
 dæmi: vont veður
 dæmi: vondur vegur
 3
 
 lélegur (í e-u), ekki fær, flinkur
 dæmi: hann er vondur bílstjóri
 4
 
 reiður
 dæmi: hann varð vondur þegar krakkarnir skemmdu runnann
  
orðasambönd:
 ertu eitthvað verri?
 
 ertu bilaður, ertu ekki í lagi?
 gera illt verra
 
 valda því að ástandið versni
 dæmi: hún gerði illt verra með því að blanda sér í málið
 dæmi: lyfið sem hann tók gerði bara illt verra
 hafa verra af
 
 hefnast fyrir
 dæmi: skilaðu mér sláttuvélinni eða þú munt hafa verra af
 það er verri sagan
 
 það er leitt
 dæmi: það var nú verri sagan að hann skyldi slasa sig
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík