Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sumir fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 1
 
 sérstætt
 (einkum í karlkyni) ótilgreindur hluti fólks almennt
 dæmi: sumir mæta alltaf á réttum tíma en aðrir koma ævinlega of seint
 dæmi: sumum þykir nýja aðferðin betri en sú gamla
 dæmi: fyrir suma var verkefnið auðvelt
 2
 
 ótilgreindur hluti af ákveðnum hópi eða heild
 dæmi: sumir stafirnir voru skýrari en aðrir
 dæmi: margar sögur gengu um hann og sumar þeirra voru ævintýralegar
 dæmi: sumar spurningarnar voru beinlínis dónalegar
 dæmi: suma af vinum mínum hitti ég sjaldan
 dæmi: sum barnanna voru sótt í skólann en önnur gengu ein heim
 sumir hverjir
 
 ýmsir, hluti þeirra sem um er rætt
 dæmi: þátttakendur voru sumir hverjir þekktir fræðimenn á sínu sviði
 dæmi: sprungurnar eru sumar hverjar margir kílómetrar að lengd
 3
 
 hliðstætt, nafnorðið (oftast) án greinis
 ótilgreindur fjöldi úr hópi eða heild af tiltekinni gerð
 dæmi: sumir einstaklingar eru sterkbyggðari en aðrir
 dæmi: sum börn eiga mjög erfitt með að sitja kyrr
 dæmi: þau áttu erfitt með að sætta sig við sumar breytingar
 dæmi: á sumum svæðum rignir bara á ákveðnum árstíma
 sumt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík