Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stýra so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 stjórna (vél eða tæki)
 dæmi: hún stýrði bílnum gætilega inn um hliðið
 dæmi: ég hef aldrei stýrt dráttarvél
 dæmi: það er erfitt að stýra vélsöginni
 2
 
 hafa vald yfir, stjórna (e-u)
 dæmi: hann stýrir öllu starfinu á skrifstofunni
 dæmi: lögreglumaðurinn stýrir rannsókn málsins
 dæmi: hún stýrir þessu prestakalli
 dæmi: hann stýrði fótboltaliðinu til sigurs
 dæmi: líkamsþroskanum er stýrt af hormónum
 3
 
 stýra hjá <þessu>
 
 afstýra þessu, forða þessu
 dæmi: við stýrum hjá þessari hættu ef það er hægt
 dæmi: menn reyndu að semja til að stýra hjá verkfalli
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík