Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stoð no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 súla úr tré, steini eða stáli í burðarvirki
 2
 
 hjálp, stuðningur
  
orðasambönd:
 renna stoðum undir <fullyrðingu sína>
 
 rökstyðja skoðun sína
 vera stoð <hans> og stytta
 
 vera sá sem hjálpar honum
 vera <honum> stoð
 
 styðja hann
 dæmi: hún hefur verið mér ómetanleg stoð í erfiðleikunum
 <þessi ásökun> á sér enga/ekki stoð
 
 það er ekkert hæft í henni
 <þessi ráðstöfun> kippir stoðunum undan <fyrirtækinu>
 
 ... eyðileggur grundvöllinn fyrir ...
 það hriktir í stoðum <lýðræðisins>
 
 lýðræðið er í veikri stöðu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík