Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skór no kk
 
framburður
 beyging
 fótabúnaður sem samanstendur af sóla og yfirleðri og haldið er saman með reimum, spennu, teygju eða rennilás
 [mynd]
  
orðasambönd:
 finna hvar skórinn kreppir
 
 átta sig á því hvar erfiðleikarnir, vandamálin eru
 gera því skóna að <einhver bjóðist til að fara>
 
 gera ráð fyrir því
 heilla <hana> upp úr skónum
 
 láta hana hrífast af sér
 láta ekki vaða ofan í sig á skítugum skónum
 
 sætta sig ekki við neinn yfirgang
 níða niður af <honum> skóinn
 
 tala illa um hann
 plata <hana> upp úr skónum
 
 beita hana blekkingum
 vaða yfir <hana> á skítugum skónum
 
 sýna henni lítilsvirðingu
 vera bundinn í báða skó
 
 hafa miklum skyldum að gegna
 það fer enginn í skóna <hans>
 
 enginn getur tekið við hans hlutverki
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík