Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skjöldur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 áhald til að verjast stungum, höggum o.þ.h.
 [mynd]
 2
 
 skrautplata úr málmi með áletrun, oft til að heiðra e-n
  
orðasambönd:
 bregða skildi yfir <hana>
 
 verja hana
 ganga fram fyrir skjöldu
 
 taka við stjórninni
 hafa hreinan skjöld
 
 vera vammlaus
 koma <honum> í opna skjöldu
 
 koma honum algerlega á óvart
 leika tveimur skjöldum
 
 látast vera fylgjandi/mótfallinn ákveðnum hlut eftir því við hvern maður talar
 vera sverð og skjöldur <þjóðarinnar>
 
 koma þjóðinni til varnar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík