Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skil no hk ft
 
framburður
 beyging
 1
 
 aðgreining milli einhverra tveggja hluta eða fyrirbæra, mót
 dæmi: hér eru skörp skil á milli
 2
 
 það að skila e-u eða greiða e-ð, skilvísleg afhending
 koma <boðskapnum> til skila
 með skilum
 
 skilvíslega
 dæmi: hann greiðir húsaleiguna alltaf með skilum
 standa í skilum
 standa skil á <greiðslum>
 <boðskapur myndarinnar> kemst til skila
 3
 
 veðurfræði
 mörk milli háþrýsti- og lágþrýstisvæða
 dæmi: hægfara skil eru yfir landinu
  
orðasambönd:
 gera <ritgerðarefninu> góð skil
 
 vinna efnið með góðum hætti
 dæmi: heimsmeistaramótinu verða gerð góð skil í sjónvarpinu
 dæmi: gestirnir gerðu matnum góð skil
 kunna/vita skil á <málinu>
 
 vita ýmislegt um málið, hafa vitneskju um það
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík