Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skap no hk
 
framburður
 beyging
 persónugerð einstaklings eins og hún kemur fram gagnvart umhverfinu, skapgerð, lundarfar
 missa stjórn á skapi sínu
 skipta <sjaldan> skapi
 vera ekki í skapi til að <fara á ballið>
 vera í <góðu> skapi
 vera í <vondu> skapi
 <svona framkoma> fer í skapið á mér
  
orðasambönd:
 mér er fjarri skapi að <gefast upp>
 
 mér dettur það ekki í hug
 mér er skapi næst að <segja mig úr félaginu>
 
 mig langar mest til þess að segja mig úr félaginu
 skeyta skapi sínu á <honum>
 
 fá útrás fyrir reiði sína á honum
 vera <þannig> skapi farinn
 
 skapgerð hans er þannig
 dæmi: ég er þannig skapi farinn að mér hættir til að reiðast
 <honum> er <slíkt tal> lítt/ekki að skapi
 
 honum fellur það illa
 <þau> eiga ekki skap saman
 
 þeim kemur ekki vel saman
 <honum> rennur í skap
 
 hann reiðist
 dæmi: honum rann í skap við þennan dónaskap
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík