Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sjór no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 mikið flæmi af söltu vatni sem umlykur lönd jarðar, eylönd og meginlönd, og myndar heimshöfin
 [mynd]
 fara á sjó/sjóinn
 vera til sjós
 2
 
 salt vatn sem er í hafinu
 dæmi: það má ekki drekka sjó
 dæmi: það er sjór í sundlauginni
 3
 
 veðurfræði
 mælieining fyrir ölduhæð
 dálítill sjór
 
 ölduhæð 0,5 - 1,25 m
 talsverður sjór
 
 ölduhæð 1,25 - 2,5 m
  allmikill sjór
 
 ölduhæð 2,5 - 4 m
 mikill sjór
 
 ölduhæð 4 - 6 m
  
orðasambönd:
 láta <hana> sigla sinn sjó
 
 leyfa henni að fara sína leið
 renna blint í sjóinn með <þetta>
 
 fara út í óvissuna ...
 vera/þykjast fær í flestan sjó
 
 treysta sér til hvers sem er
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík