Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sjóða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (um vökva) komast í suðuástand, mynda ólgu af völdum hita
 dæmi: vatn sýður við 100 gráður
 dæmi: súpan er byrjuð að sjóða
 það sýður
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 láta (e-ð) eldast í sjóðandi vatni
 dæmi: hún sauð kartöflur
 dæmi: við suðum matinn á prímus
 dæmi: sjóddu fiskinn í 10 mínútur
 3
 
 sjóða + niður
 sjóða niður <rauðkál>
 
 sjóða það til að geyma í krukku
 4
 
 sjóða + saman
 sjóða saman <málmstykki>
 
 festa þau saman með logsuðutæki
 sjóða saman <tímaritsgrein>
 
 semja tímaritsgrein
 dæmi: hann sauð saman stutta þakkarræðu í huganum
 5
 
 sjóða + upp úr
 það sýður upp úr
 
 það flóir út úr
 dæmi: sósan sauð upp úr pottinum
 það sýður upp úr <á fundinum>
 
 það fer allt í deilur á fundinum
 soðinn
 sjóðandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík