Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rúm no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 langt húsgagn með dýnu til að sofa í
 [mynd]
 leggjast í rúmið
 liggja í rúminu
 2
 
 pláss, rými
 dæmi: síðan kona hans dó hafði tónlistin átt lítið rúm í huga hans
 3
 
 sá hluti tilverunnar sem menn skynja að hægt er að hreyfast í (á alla vegu), vídd
 dæmi: hann vildi skrifa alþýðlega bók um rúm og tíma
  
orðasambönd:
 láta sér <þetta> í léttu rúmi liggja
 
 taka þessu létt
 <þessi tækni> ryður sér til rúms
 
 ... verður almenn, breiðist út
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík