Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

passa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gæta (e-s), gæta að (e-u)
 passa <barn>
 
 dæmi: hún ætlar að passa tvo litla stráka í sumar
 passa sig
 
 dæmi: passaðu þig, það er að koma bíll
 dæmi: hann passaði sig að hella ekki niður einum dropa
 passa sig á <hundinum>
 
 dæmi: passaðu þig á eldavélinni, hún er heit
 passa upp á <að borga húsaleiguna>
 
 dæmi: farðu bara út, ég skal passa upp á ofninn
 2
 
 hæfa, vera viðeigandi, mátulegt
 <skórnir> passa (ekki)
 
 dæmi: gömlu fötin passa ekki lengur á hann
 <hatturinn> passar við <jakkann>
 <hanskarnir> passa saman
 það passar
 
 það stemmir, það er einmitt þannig
 dæmi: það passar, ég var hér kl. 4 í gær
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík