Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

knýja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 vera orkugjafi (e-s), ýta (e-u) áfram
 dæmi: skipið er knúið olíu
 dæmi: rafmagn er notað til að knýja bíla
 dæmi: áin var virkjuð og knúði hún rafstöðina
 2
 
 vera drifkraftur (e-s), hvetja (e-n)
 dæmi: löngun í peninga knýr hana áfram
 3
 
 knýja fram <játningu>
 
 reyna að koma fram, þvinga fram játningu
 dæmi: stéttarfélagið reyndi að knýja fram launahækkanir
 knýja á um <samninga>
 
 nota þrýsting til að koma á samningum
 4
 
 knýja dyra
 
 fallstjórn: eignarfall
 berja að dyrum
 knýja á dyr
 
 berja að dyrum
 knúinn
 knýjandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík