Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

harður lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (efni)
 eins og steinn að koma við
 dæmi: ég missti bollann á harða stéttina
 2
 
 (barátta; samkeppni; viðbrögð)
 fullur ákafa, án vægðar
 dæmi: tillagan um nýtt merki fékk hörð viðbrögð
 3
 
 (refsing)
 vægðarlaus, þungur
 dæmi: dómar eru ekki eins harðir nú og þeir voru í gamla daga
 4
 
 (vetur)
 mjög kaldur
 dæmi: vetur á norðlægum slóðum eru oft mjög harðir
 5
 
  
 ákveðinn og ósveigjanlegur í viðmóti
 dæmi: kennarinn er stundum harður við krakkana þegar þeir óhlýðnast
 vera harður á <skoðunum sínum>
  
orðasambönd:
 fara í hart
 
 heyja ákafa baráttu
 dæmi: kennarar eru tilbúnir að fara í hart til að hækka launin
 láta hart mæta hörðu
 
 svara fyrir sig af fullum þunga
 dæmi: stjórnvöld ætla að láta hart mæta hörðu í baráttunni gegn hryðjuverkum
 vera harður af sér
 
 taka áföllum af karlmennsku
 dæmi: stelpan datt á hjólinu en hún er hörð af sér og fór ekki að gráta
 vera harður í horn að taka
 
 vera erfiður viðureignar
 vinna hörðum höndum að <bókinni>
 
 vinna af miklum dugnaði að ...
 <mér> finnst það hart að <vakna kl. 5>
 
 mér finnst það erfitt og ósanngjarnt að ...
 <þetta> kemur úr hörðustu átt
 
 þetta kemur frá þeim sem ekki hefur efni á að segja það
 dæmi: mér finnst ásakanir hans um reykingar mínar koma úr hörðustu átt þar sem hann reykir sjálfur eins og strompur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík