Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vita so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 hafa fullvissu (um e-ð)
 dæmi: ég veit svarið við spurningunni
 dæmi: hann veit að hann gerði mistök
 dæmi: hún veit ekki hvort gatan er lokuð
 dæmi: veistu símanúmerið hjá henni?
 dæmi: þeir vissu að gangan yrði erfið
 dæmi: ég vissi ekki hvort flugvélin væri lent
 hver veit nema <þú fáir vinning>
 láta <hana> vita <um þetta>
 veistu hvað
 vita ekkert í sinn haus
 vita ekki sitt rjúkandi ráð
 vita <þetta> fyrir víst
 viti menn <þarna eru lyklarnir!>
 vittu til
 það er aldrei að vita <nema við fáum köku>
 það er ekki gott að vita <hver verður næsti forseti>
 það er vitað að <skjalið er frá 17. öld>
 það er <ömurlegt> til þess að vita að <fólkið sveltur>
 það má guð/hamingjan vita
 það væri gaman að vita <hvað gerðist á fundinum>
 <hún á ekki kærasta> svo (að) ég viti
 <húsið er mannlaust> að því er ég best veit
 2
 
 athuga, aðgæta (e-ð)
 dæmi: vittu fyrir mig hvort glugginn er ekki lokaður
 dæmi: ég ætla að vita hvort hann er heima
 3
 
 snúa í vissa átt
 dæmi: útidyrnar vita í norður
 4
 
 vita + af
 
 vita ekki af sér
 
 hafa ekki (fulla) meðvitund, missa úr andartök
 dæmi: ég vissi ekki af mér fyrr en ég lá á gólfinu
 vita ekki af <þessu>
 
 vita þetta ekki, hafa ekki upplýsingar um þetta
 dæmi: hann vissi ekki af leynimakki flokksbræðra sinna
 5
 
 vita + á
 
 <þetta> veit á <gott>
 
 þetta er fyrirboði e-s góðs
 dæmi: illúðlegur maður í draumi veit oft á óveður
 6
 
 vita + fyrir
 
 vita <þetta> fyrir
 
 hafa vitneskju eða sannfæringu um <þetta> fyrirfram
 dæmi: við vissum það fyrir að hann myndi vinna gott starf
 7
 
 vita + til
 
 vita ekki til þess
 
 vita ekki um það, dæmi þess
 dæmi: ég veit ekki til þess að kaffivélin hafi nokkurn tíma bilað
 8
 
 vita + um
 
 vita um <hana>
 
 vita hvar hún er, hvernig statt er með hana
 dæmi: veistu nokkuð um forstöðumanninn?
 dæmi: ég veit ekkert um hann, ég hef ekki séð hann í dag
 vitandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík