Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

veita so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 láta (e-ð) af hendi (við e-n), láta (e-n) hafa (e-ð)
 dæmi: forsetinn veitti henni orðu
 dæmi: bankinn veitir lán til húsnæðiskaupa
 dæmi: hann veitti manninum þungt höfuðhögg
 dæmi: forstjórinn veitti henni áminningu
 dæmi: stofnunin hefur ekki veitt neinar upplýsingar
 dæmi: bókasafnið veitir góða þjónustu
 veita sér <þetta>
 
 láta þetta eftir sér, kaupa sér þetta
 dæmi: þau eru fátæk og geta ekki veitt sér mikið
 veita <þessu> athygli/eftirtekt
 
 taka eftir þessu
 dæmi: ég veitti ræðu biskupsins enga athygli
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 gefa (e-m) veitingar (einkum vín)
 dæmi: hann veitti gestunum vín og pinnamat
 dæmi: hún veitti vel í afmælisveislunni
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 láta vatn renna yfir akur
 dæmi: vatninu er veitt á akrana
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 veita viðnám/mótspyrnu
 
 viðhafa, sýna viðnám eða mótspyrnu
 dæmi: þjófarnir veittu ekkert viðnám við handtökuna
 5
 
 frumlag: þágufall
 ganga (vel eða illa, í viðureign)
 dæmi: Rússum veitti betur í fyrri hálfleik
 6
 
 það veitir ekki af <þessu>
 
 það er þörf á þessu, það er hægt að nota þetta
 dæmi: það veitir ekki af að ryksuga gólfið
 <mér> veitir ekki af <hvíld>
 
 fallstjórn: þágufall
 ég þarf að fá hvíld, ég get notað hvíld
 dæmi: honum veitir sannarlega ekki af nýjum sokkum
 veitast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík