Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vefja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall/þolfall
 sveipa (e-u), vinda (e-u) nokkra snúninga utan um (e-ð)
 dæmi: hann vafði treflinum um hálsinn
 dæmi: vefjið beikonsneiðum utan um kjúklingabringurnar
 dæmi: við vöfðum glösin inn í pappír
 dæmi: handklæðið var vafið um höfuð hennar
 vefja <hana> örmum
 
 faðma hana
 vefjast
 vafinn
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Sagnirnar <i>vefa</i> og <i>vefja</i> beygast mjög ólíkt ef frá er talin nútíð eintölu (<i>ég vef, þú vefur, hann vefur</i>). <i>Hann vefur teppi og hún vefur vindla.</i>Þetta samfall í nútíðinni virðist leiða til ruglings á þátíðinni sem ber auðvitað að varast. <i>Hann óf teppi og hún vafði vindla.</i><br><i>Vefa</i>: Kennimyndir: vefa, óf, ófum, ofið.<br><i>Vefja</i>: Kennimyndir: vefja, vafði, vafið.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík