Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

vanda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) af vandvirkni og nákvæmni
 dæmi: hann vandaði smíðina eins og hann gat
 dæmi: vanda þarf valið á gluggatjöldum
 vanda sig
 
 dæmi: hún vandar sig við að mála gluggana
 dæmi: við vönduðum okkur við að skrifa skýrsluna
 2
 
 vanda um við <hana>
 
 ávíta hana, veita henni áminningu
 dæmi: hann var niðurlútur þegar faðir hans vandaði um við hann
 vandaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík