Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

steypa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 hrinda, ýta (e-u/e-m)
 dæmi: hann steypti öllu úr kassanum á gólfið
 dæmi: ég gekk á lampann og steypti honum um koll
 steypa <henni> í glötun
 
 dæmi: hún steypir sér í glötun með þessari óreglu
 steypa <sér> í skuldir
 
 koma sér í skuldir
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 henda (sér), stökkva
 dæmi: fuglinn steypti sér niður í kjarrið
 dæmi: þeir steyptu sér til sunds allir í einu
 steypa sér kollhnís
 
 velta sér heilan hring yfir á fjórum fótum
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 koma (stjórnanda) frá völdum
 dæmi: stjórn einræðisherrans hefur verið steypt
 steypa <keisaranum> af stóli
 
 koma honum frá völdum
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 móta (e-ð) úr sementi eða öðru efni
 dæmi: búið er að steypa húsið
 dæmi: verkamenn steyptu vegg í kringum garðinn
 dæmi: hún steypir litla grísi úr súkkulaði
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 steypa <þessu> saman
 
 sameina þetta (tvennt)
 dæmi: í málverkinu steypir hann saman tveimur liststefnum
 steypast
 steyptur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík