Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 sleppa so info
 
framburður
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 láta (e-ð) laust
 dæmi: ég sleppti dagblaðinu svo það féll á gólfið
 dæmi: fanganum hefur verið sleppt
 dæmi: þau slepptu hundinum lausum
 sleppa takinu/tökunum
 
 losa takið
 dæmi: hann sleppti takinu á stýrinu
 dæmi: hún getur ekki sleppt tökunum á börnunum þótt þau séu farin að heiman
 hafa varla sleppt orðinu
 
 vera að enda við að segja e-ð
 dæmi: hún hafði varla sleppt orðinu þegar þjónninn kom að borðinu
 2
 
 gera ekki (e-ð), taka (e-ð) ekki með, skilja (e-ð) eftir
 dæmi: hún ætlar að sleppa skólanum í dag
 dæmi: það er í lagi að sleppa þessari bíómynd
 dæmi: ég sleppti því að nota bláa garnið
 sleppa <þessu> úr
 
 hlaupa yfir þetta
 dæmi: hann sleppir stundum úr máltíð
 3
 
 sleppa sér
 
 missa stjórn á sér, reiðast
 4
 
 frumlag: þágufall
 ná ekki lengra, hætta
 dæmi: þegar borginni sleppir taka við akrar
 dæmi: þokunni sleppti og það fór að rigna
 sleppa
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík