Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skyggja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 frumlag: það
 það skyggir
 
 það verður dimmt
 dæmi: það var farið að skyggja og fuglarnir þagnaðir
 2
 
 gera (e-ð) dekkri, dekkja (e-ð)
 dæmi: hún skyggði teikninguna til að ná fram þrívíddaráhrifum
 skyggja + á
 
 a
 
 skyggja á <hana>
 
 vera meira áberandi en hún
 dæmi: hann þolir ekki hvernig undirmaður hans reynir að skyggja á hann
 b
 
 skyggja á <blómabeðið>
 
 varpa skugga á blómabeðið
 dæmi: veggurinn skyggir á veröndina
 c
 
 skyggja á <útsýnið>
 
 vera til hindrunar, hindra sjónlínu til e-s
 dæmi: háhýsið á móti skyggir á útsýnið
 c
 
 skyggja á <ánægjuna>
 
 draga úr ánægjunni (eða e-u jákvæðu)
 dæmi: ekkert skyggði á gleði hennar þennan fagra dag
 dæmi: það eina sem skyggði á ferðalagið var kvefið sem ég fékk
 skyggður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík