Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skerast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 skera sig, fá skurðsár
 dæmi: ég skarst á hendinni
 2
 
 (um band o.þ.h.) þrýsta fast að
 dæmi: böndin skárust inn í úlnliði hans
 dæmi: beltið skerst inn í magann á mér
 3
 
 (um línu eða veg) mætast
 dæmi: samsíða línur skerast ekki
 dæmi: leiðirnar skerast niðri í dalnum
 4
 
 skerast í leikinn
 
 blanda sér í málið
 dæmi: hann skarst í leikinn og stöðvaði rifrildið
 5
 
 láta eins og ekkert hafi í skorist
 
 láta eins og ekkert hafi gerst
 dæmi: hún hélt áfram að borða eins og ekkert hefði í skorist
 skera
 skerandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík