Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skera so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 taka (e-ð) sundur með hnífi
 dæmi: ég sker bita af ostinum
 dæmi: hún skar sneið af kökunni
 dæmi: laukurinn er skorinn í sneiðar
 dæmi: við skárum reipið í sundur
 dæmi: það var líkt og hljóðið skæri sundur þögnina
 skera sig
 
 meiða sig á eggjárni
 dæmi: hann skar sig við raksturinn
 skera sig á púls
 2
 
 skera + á
 
 skera á <bandið>
 
 taka það í sundur með hnífi
 dæmi: það verður að skera á hnútinn
 3
 
 skera + niður
 
 skera niður
 
 minnka fjármagn, spara fé
 dæmi: það á að fara að skera niður í heilbrigðiskerfinu
 skera <kostnaðinn> niður
 4
 
 skera + upp
 
 skera <hana> upp
 
 gera skurðaðgerð á henni
 dæmi: tveir læknar skáru upp sjúklinginn
 5
 
 skera + úr
 
 skera úr <þessu>
 
 ákvarða um þetta, dæma um þetta
 dæmi: þeir fengu lögfræðing til að skera úr deilum sínum
 dæmi: skattgreiðendur hafa ekki fengið úr þessu skorið
 skera úr um <þetta>
 
 dæmi: getur þú skorið úr um hvor liturinn er betri?
 skera sig úr
 
 standa út úr (öðru), vera áberandi
 dæmi: hún er svo falleg að hún sker sig úr hópnum
 6
 
 skera + út
 
 skera út
 
 gera myndir í tré með skurðarjárni
 skera út <bókstafi>
 
 dæmi: hann sker út dýr og fugla í við
 7
 
 skera + við
 
 skera <matinn> við nögl
 
 skammta hann naumt
 skerast
 skerandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík