Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 skella so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 reka (e-ð) fast saman eða við annað, með skell
 dæmi: hún skellti hurðinni
 dæmi: hann skellir bókinni á borðið
 skella í lás
 skella saman lófunum
 2
 
 láta (e-n) detta, fella (e-n)
 dæmi: hann skellti manninum í gólfið
 3
 
 skella <kortinu> í <póst>
 
 setja kortið í póst
 dæmi: þau skelltu kjúklingi í ofninn
 skella sér <í bíó>
 
 drífa sig í bíó
 dæmi: ég skellti mér í sturtu
 dæmi: hann ætlar að skella sér til Færeyja
 4
 
 skella (símanum) á <hana>
 
 rjúfa símtal harkalega
 dæmi: hann skellti á sölumanninn í símanum
 5
 
 skella upp úr
 
 hlæja snögglega
 dæmi: við skelltum upp úr þegar við sáum hattinn hennar
 6
 
 skella skuldinni á <hana>
 
 segja að hún eigi sökina, gera hana ábyrga
 dæmi: yfirleitt er skuldinni skellt á ríkisstjórnina
 skella
 skellast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík