Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sitja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 vera á stól, vera sitjandi, í sæti
 dæmi: hann situr í hægindastólnum
 dæmi: þær sitja á skrifstofustólum í vinnunni
 dæmi: við sátum við eldhúsborðið
 dæmi: hún sat uppi í rúminu
 dæmi: hann hefur setið hér í klukkutíma
 sitja á hækjum sér/sínum
 
 sitja lágt niðri með beygð hné
 sitja flötum beinum
 
 sitja á gólfinu með útrétta fætur
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 vera viðstaddur (fund, ráðstefnu)
 dæmi: sjö manns sátu fundinn
 dæmi: hún sat alla ráðstefnuna
 3
 
 vera við völd
 dæmi: ríkisstjórnin sat í tvö ár
 4
 
 hafa aðsetur (e-s staðar)
 dæmi: forsetinn situr á Bessastöðum
 5
 
 (um föt) fara vel
 dæmi: jakkinn situr ekki vel á honum
 6
 
 sitja + að
 
 a
 
 sitja að <drykkju>
 
 sitja og drekka vín
 sitja að <tafli>
 
 sitja og tefla
 b
 
 sitja einn að <þessu>
 
 vera einn um að fá þetta
 dæmi: stofnunin virðist sitja ein að öllum styrkjunum
 7
 
 sitja + á
 
 a
 
 sitja á sér
 
 halda aftur af sér, stilla sig
 dæmi: hún sat á sér að segja þetta við hann
 geta ekki á sér setið
 
 geta ekki stillt sig
 b
 
 sitja á <upplýsingunum>
 
 hafa upplýsingar og láta þær ekki víðar
 8
 
 sitja + eftir
 
 sitja eftir
 
 vera í skólanum eftir að skólatíma er lokið (vegna trassaskapar eða lélegrar frammistöðu)
 9
 
 sitja + fyrir
 
 a
 
 sitja fyrir
 
 vera módel (hjá listamanni eða ljósmyndara)
 dæmi: prinsinn sat fyrir hjá málaranum
 b
 
 sitja fyrir
 
 fá forgang, hafa forgang
 dæmi: fatlaðir nemendur sitja fyrir í mötuneytinu
 c
 
 sitja fyrir <honum>
 
 bíða (í leyni) eftir honum, gera fyrirsát um hann
 dæmi: blaðamenn sátu fyrir söngvaranum
 10
 
 sitja + heima
 
 sitja heima
 
 vera heima, fara ekki (á kjörstað, í boð)
 dæmi: þriðjungur kjósenda sat heima
 11
 
 sitja + hjá
 
 sitja hjá
 
 taka ekki afstöðu, segja pass
 dæmi: fjórir fundarmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni
 12
 
 sitja + inni
 
 sitja inni
 
 vera í fangelsi
 dæmi: hann situr inni fyrir vopnað rán
 13
 
 sitja + í
 
 a
 
 sitja í
 
 fá bílfar
 dæmi: hún fékk að sitja í út að gatnamótunum
 b
 
 sitja í súpunni
 
 vera í slæmri stöðu, vera í klandri
 c
 
 þetta situr enn í <mér>
 
 þetta leitar á mig, ég á erfitt með að gleyma þessu
 14
 
 sitja + um
 
 sitja um <borgina>
 
 gera umsátur um borgina
 dæmi: leyniskyttan sat um forsetann
 15
 
 sitja + undir
 
 a
 
 sitja undir <barninu>
 
 sitja með barnið í kjöltunni
 b
 
 sitja undir stýri
 
 vera við stýrið (á bílnum), stýra bílnum, keyra bílinn
 dæmi: ég sat undir stýri mest alla leiðina
 c
 
 sitja undir <ásökunum>
 
 þurfa að þola ásakanir
 16
 
 sitja + uppi með
 
 sitja uppi með <miklar birgðir>
 
 geta ekki losað sig við birgðirnar
 dæmi: hann situr uppi með miklar skuldir
 dæmi: þau sátu uppi með gestinn í þrjár vikur
 17
 
 sitja + við
 
 a
 
 sitja við <skriftir>
 
 sitja og skrifa
 dæmi: hún sat við að prjóna allt kvöldið
 b
 
 láta þar við sitja
 
 aðhafast ekkert frekar, hætta þar
 dæmi: hún lét ekki þar við sitja heldur vann þrenn önnur gullverðlaun
 þar við situr
 
 ekkert meira gerist, þannig er það nú
 dæmi: beiðni okkar um styrk var hafnað og þar við situr
 c
 
 láta ekki sitja við orðin tóm
 
 tala ekki bara heldur framkvæma líka
 18
 
 sitja + yfir
 
 a
 
 sitja yfir <nemendunum>
 
 vera hjá þeim og hafa auga með þeim
 dæmi: hún situr oft yfir í prófum í háskólanum
 b
 
 sitja yfir <skólabókunum>
 
 vera niðursokkinn í skólabækurnar
 setinn
 setjast
 sestur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík