Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

senda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 flytja (e-m) (e-ð) (í pósti eða tölvupósti)
 dæmi: hún sendir mér alltaf jólagjöf
 dæmi: ég skal senda þér upplýsingar
 dæmi: hann sendi henni aðvarandi augnaráð
 dæmi: hún sendi pakkann í bögglapósti
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 láta (e-n) fara eitthvert
 dæmi: þau sendu dóttur sína á heimavistarskóla
 dæmi: sendiherrann var sendur til Spánar
 senda eftir <lækni>
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 kasta eða sparka (bolta)
 dæmi: hann sendi boltann beina leið í markið
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 senda frá sér <tilkynningu>
 
 gefa út tilkynningu, birta hana
 dæmi: konungsfjölskyldan hefur sent frá sér fréttatilkynningu
 dæmi: höfundurinn sendir frá sér eina bók á ári
 5
 
 senda + inn
 fallstjórn: þolfall
 senda inn <umsókn>
 
 láta formlega frá sér umsókn
 dæmi: hún sendi inn smásögu í keppnina
 6
 
 senda + út
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 senda út <viðtalið>
 
 dæmi: leikurinn verður sendur út beint
 
 hafa á dagskrá, birta (e-ð) í sjónvarpi eða útvarpi
 b
 
 senda út <geisla>
 
 gefa (e-ð) frá sér
 dæmi: geislavirka efnið sendir út gammageisla
 sendast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík