Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 renna so info
 
framburður
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 færa, hreyfa (e-ð) á sléttum eða hálum fleti
 dæmi: börnin renndu sér eftir ísnum
 dæmi: hann rennir augunum yfir skólastofuna
 dæmi: hún renndi greiðunni í gegnum hárið
 2
 
 aka, keyra
 dæmi: leigubíllinn renndi upp að hótelinu
 renna við <í bankanum>
 
 koma við, á bíl, í bankanum
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 opna eða loka rennilás
 dæmi: hann renndi upp flíspeysunni
 dæmi: hún renndi aftur handtöskunni
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 renna niður
 
 hleypa innihaldi munnsins miður í maga
 dæmi: hann rennir niður verkjatöflunni með vatni
 5
 
 renna yfir <blaðagreinina>
 
 lesa hana lauslega
 dæmi: viðstaddir renndu yfir fundargögnin
 6
 
 renna fyrir <fisk>
 
 veiða fisk á stöng
 7
 
 fallstjórn: þolfall
 forma viðarstykki í rennibekk
 8
 
 frumlag: þolfall/nefnifall
 <mig> rennir <þetta> í grun / ég renni <þetta> í grun
 
 mig grunar þetta
 dæmi: hún renndi ekki í grun hve mikilvægt þetta var
 renna
 renndur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík