Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rekja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 vinda band (upp eða af e-u)
 dæmi: hún rekur bandið í sundur
 rekja upp
 
 dæmi: ég prjónaði hálfan sokk en rakti hann svo upp
 2
 
 fylgja slóð eða sporum
 dæmi: þeir röktu sporin í snjónum
 dæmi: hægt er að rekja upphaf byggðar til 9. aldar
 3
 
 segja frá (e-u)
 dæmi: hann rakti samskipti sín við lögregluna
 rakinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík