Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

reka so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 ýta á (e-n), ýta (e-m) á undan sér, láta (e-n) fara burt eða færa sig, koma (e-m) á hreyfingu
 dæmi: hún rak hundinn úr garðinum
 dæmi: þeir ráku kindurnar á undan sér
 dæmi: mamma hennar rak hana til að taka til
 2
 
 segja (e-m) upp vinnunni
 dæmi: þau eru búin að reka garðyrkjumanninn
 dæmi: hann var rekinn fyrir óstundvísi
 3
 
 láta (e-ð) fara harkalega utan í (e-ð)
 dæmi: hún rak hnéð í borðbrúnina
 reka sig í <borðshornið>
 
 dæmi: hann rak hausinn í eldhússkápinn
 dæmi: hún rak tána í stein
 reka sig upp undir
 
 reka höfuðið í e-ð, t.d. lágt loft eða dyragætt
 4
 
 ota, beita (e-u, einkum vopni) harkalega
 dæmi: hún rekur hnífinn á kaf í kjötið
 dæmi: hann rak byssuna í bak hennar
 5
 
 starfrækja (e-ð)
 dæmi: þau ráku blómabúð í 30 ár
 dæmi: hún rekur lækningastofu í miðbænum
 6
 
 frumlag: þolfall
 berast fyrir straumi og vindi
 dæmi: bátinn rak upp að eynni
 dæmi: flöskuna rak á land
 það rekur <trjáboli> <í fjöruna>
 7
 
 reka + að
 
 það rekur að því að <byggja þurfi sjúkrahús>
 
 það kemur senn að því
 8
 
 reka + á
 
 reka sig á <fordóma>
 
 hitta fyrir fordóma
 dæmi: þau hafa rekið sig á ýmsa galla í reglugerðinni
 9
 
 reka + á eftir
 
 reka á eftir <honum>
 
 ýta á hann (að gera e-ð, klára e-ð)
 dæmi: stofnunin hefur reynt að reka á eftir samningnum
 9
 
 reka + í
 
 reka augun í <blómvöndinn>
 
 koma auga á, taka eftir blómvendinum
 dæmi: ég rak augun í peningaseðla á borðinu
 10
 
 reka + ofan í
 
 reka <ummælin> ofan í <hana>
 
 hrekja ummælin
 11
 
 reka + upp
 
 reka upp <óp>
 
 gefa frá sér óp, æpa
 dæmi: hann rak upp háan hlátur
 reka upp stór augu
 
 verða mjög hissa
 dæmi: hún rak upp stór augu þegar hann opnaði dyrnar
 12
 
 reka + út
 
 reka út úr sér tunguna
 
 skjóta tungunni út úr munninum (til að sýna t.d. fyrirlitningu)
 13
 
 reka + við
 
 reka við
 
 leysa vind, prumpa
  
orðasambönd:
 reka lestina
 
 vera síðastur
 dæmi: lið Liverpool rak lestina með 2 stig
 rekast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík