Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

nokkur fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 1
 
 hliðstætt
 (um stig) dálítill, talsverður
 dæmi: þessi lampi gerir ekki nokkurt gagn
 dæmi: það tókst án nokkurrar fyrirhafnar
 dæmi: hann stóð sig betur en nokkru sinni fyrr
 2
 
 sérstætt, með spurningu eða neitun
 dæmi: það er ástand sem ekki nokkur óskar eftir
 dæmi: varla nokkur í skólanum vissi það
 dæmi: er nokkur ykkar með penna?
 3
 
 í fleirtölu
 fáeinir
 dæmi: hún söng nokkrar aríur
 dæmi: hann beið í nokkra tíma
 dæmi: hún er nokkrum árum eldri
 4
 
 að nokkru leyti
 
 dæmi: þetta er að nokkru leyti rétt
 nokkuð
 nokkuð
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Nokkur</i>: Hvorugkyn eintölu <i>nokkuð</i> stendur sjálfstætt en <i>nokkurt</i> stendur með nafnorði. <i>Er nokkuð þarna? Er nokkurt mjöl þarna?</i>Varast ber myndina „nokkra“ í eignarfalli fleirtölu. Rétt er: <i>Ég sakna nokkurra úr hópnum.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík