Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leita so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: eignarfall
 reyna að finna (e-ð)
 dæmi: mannsins var leitað í tvo daga
 leita á <honum>
 
 leita í fötum hans
 dæmi: hnífur fannst þegar leitað var á henni
 leita að <boltanum>
 
 dæmi: hann er búinn að leita alls staðar að gleraugunum
 dæmi: þeir ætla að leita að gulli á svæðinu
 leita langt yfir skammt
 
 leita langt í burtu að því sem er mjög nærri
 2
 
 fallstjórn: eignarfall
 reyna að fá (e-ð), biðja um (e-ð)
 dæmi: ég leitaði ráða hjá lögfræðingi
 dæmi: hann hefur leitað hælis í öðru landi
 dæmi: hún leitar sér huggunar í trúnni
 dæmi: hún leitar allra leiða til að hjálpa þeim
 leita lags
 
 leita að tækifæri
 dæmi: flugmaðurinn þurfti að leita lags til að geta lent
 3
 
 fallstjórn: eignarfall
 leita læknis
 
 fara til læknis
 4
 
 stefna (eitthvert)
 dæmi: reiðhjólið leitar alltaf út í kantinn
 5
 
 leita + á
 
 leita á <hana>
 
 þukla á henni
 dæmi: hún sagði að hann hefði leitað á sig
 6
 
 leita + eftir
 
 leita eftir <þessu>
 
 æskja eftir, óska eftir þessu
 dæmi: háskólinn hefur leitað eftir samstarfi við bókaforlagið
 7
 
 leita + fyrir
 
 leita fyrir sér um <vinnu>
 
 leita að vinnu
 8
 
 leita + til
 
 leita til <hans>
 
 koma til hans og biðja um hjálp
 dæmi: hún leitaði til prestsins í vandræðum sínum
 9
 
 leita + uppi
 
 leita <hana> uppi
 
 leita hennar og finna hana
 dæmi: lögreglumenn leituðu uppi strokufangann
 leitandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík