Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

koma so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 hreyfa sig til tiltekins staðar
 dæmi: lestin kemur eftir nokkrar mínútur
 dæmi: ég kom heim klukkan átta
 dæmi: gerið svo vel að koma inn
 dæmi: hún kom gangandi í vinnuna
 dæmi: komdu hingað kisa mín
 dæmi: hann kemur aldrei of seint
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 láta (e-ð/e-n) fara eitthvert, flytja, færa (e-ð/e-n) eitthvert
 dæmi: það þarf að koma lyklunum til hennar
 dæmi: nú þarf að koma verkefninu af stað
 koma sér <í skólann>
 
 dæmi: við skulum fara að koma okkur heim
 koma <þessu> til skila
 
 flytja þessi skilaboð
 3
 
 hafna, lenda
 dæmi: boltinn kom beint í rúðuna
 4
 
 byrja, hefjast
 dæmi: það er kominn morgunn
 dæmi: það var komin rigning
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 <þetta> kemur sér vel/illa
 
 þetta er heppilegt/óheppilegt
 dæmi: nú kom sér vel að vera með farsíma
 dæmi: hanskarnir koma sér vel við garðyrkjuna
 koma sér vel við <hana>
 
 reyna að hafa jákvæð áhrif á hana
 6
 
 koma + að
 
 a
 
 koma að honum <þar>
 
 ganga fram á hann þar, standa hann að verki (við e-ð vafasamt, óleyfilegt)
 dæmi: hann kom að henni í rúminu með öðrum manni
 b
 
 koma að <málinu>
 
 eiga aðild að málinu
 dæmi: stjórnarandstaðan hefur einnig komið að gerð frumvarpsins
 koma að <þessu>
 
 minnast á þetta
 dæmi: ég kem að þessu síðar í erindinu
 c
 
 koma sér að <þessu>
 
 hafa dug í sér til þessa
 dæmi: ég kom mér ekki að því að vaska upp
 koma sér að verki
 
 hefjast handa við verkið, fara að gera eitthvað
 d
 
 koma <þessu> að
 
 fallstjórn: þágufall
 finna tækifæri, pláss fyrir þetta, taka þetta fram
 dæmi: ég vil gjarnan koma því að að leikritið er ekki bara fyrir börn
 e
 
 koma langt að
 
 koma frá fjarlægum stað
 f
 
 röðin er komin að <henni>
 
 hún er næst í röðinni
 það kemur að <henni>
 
 hún er næst í röðinni
 dæmi: það er komið að þér að búa til kaffið
 það kemur að <þessu>
 
 með tímanum gerist þetta
 dæmi: bráðum kemur að því að þakið verður málað
 7
 
 koma + af
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 koma <verkinu> af
 
 ljúka verkinu, klára það
 b
 
 koma <verkefninu> af stað
 
 láta það hefjast
 koma af stað <illindum>
 
 vera valdur að illindum, rifrildi
 8
 
 koma + á
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 koma á <reglulegum fundum>
 
 innleiða reglulega fundi
 dæmi: reynt hefur verið að koma á jafnrétti kynjanna
 b
 
 stofnsetja, setja á stofn, byrja að starfsrækja (e-ð)
 koma á fót <nýrri starfsemi>
 koma á stofn <skóla>
 koma <fyrirtækinu> á laggirnar
 c
 
 það kom á hana
 
 henni brá, henni varð hverft við
 9
 
 koma + á móts við
 
 koma á móts við <þá>
 
 sinna þörfum eða kröfum þeirra
 dæmi: göngustígum hefur verið fjölgað til að koma á móts við útivistarfólk
 10
 
 koma + fram
 
 a
 
 koma fram
 
 vera með atriði, troða upp
 dæmi: margar frægar hljómsveitir komu fram á tónleikunum
 b
 
 koma fram
 
 finnast, birtast
 dæmi: stúlkan sem hvarf er komin fram
 c
 
 <spádómurinn> kemur fram
 
 spádómurinn rætist, verður að veruleika
 d
 
 <gallinn> kemur fram
 
 gallinn kemur í ljós
 e
 
 <þetta> kemur fram <í skýrslunni>
 
 þetta sést, þetta er í skýrslunni
 f
 
 koma <vel> fram við <hana>
 
 sýna henni góða framkomu, tillitssemi, kurteisi
 dæmi: forstjórinn hefur alltaf komið vel fram við starfsfólkið
 11
 
 koma + frá
 
 a
 
 koma <verkinu> frá
 
 ljúka verkinu, klára það
 b
 
 koma <ráðherranum> frá
 
 svipta hann embætti, völdum
 12
 
 koma + fyrir
 
 a
 
 <þetta> kemur fyrir
 
 þetta hendir, gerist
 dæmi: af hverju er sjúkrabíll hér, hvað kom fyrir?
 <þetta> kemur fyrir <hana>
 
 þetta hendir hana
 dæmi: það kemur stundum fyrir mig að gleyma lyklunum
 b
 
 koma <dótinu> fyrir
 
 finna pláss fyrir það
 dæmi: hann átti erfitt með að koma hjólinu sínu fyrir á gangstéttinni
 c
 
 koma sér fyrir
 
 búa um sig, gera sér heimili
 dæmi: hún er að koma sér fyrir í nýju íbúðinni
 d
 
 koma <vel> fyrir
 
 bjóða af sér <góðan> þokka, hafa <góða> framkomu
 dæmi: nýi ráðherrann kemur ekkert illa fyrir
 e
 
 <orðið> kemur fyrir
 
 orðið birtist, kemst í notkun
 dæmi: starfsheitið kemur fyrst fyrir á 18. öld
 f
 
 koma <henni> ekki fyrir sig
 
 muna ekki eftir henni, takast það ekki þótt reynt sé
 dæmi: ég kem því ekki fyrir mig hvað hann heitir
 g
 
 allt kom fyrir ekki
 
 ekkert dugði, allt var árangurslaust
 dæmi: við leituðum lengi en allt kom fyrir ekki
 13
 
 koma + heim
 
 <þetta> kemur heim við <útreikningana>
 
 þetta passar, stemmir við þá
 dæmi: uppgötvanir fornleifafræðinga koma heim við fornar sagnir
 <þetta> kemur heim og saman við <það>
 
 þetta passar, stemmir við það
 dæmi: lýsingar vitna komu heim og saman við útlit þjófsins
 14
 
 koma + inn
 
 kom inn!
 
 gakktu inn (í herbergið, húsið)
 koma <þessu> inn hjá <henni>
 
 fá hana til að trúa þessu
 15
 
 koma + inn á
 
 koma inn á <þetta>
 
 tala um þetta, minnast á þetta
 dæmi: ráðherrann kom inn á umhverfismál í ræðu sinni
 16
 
 koma + í
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 koma <honum> í <vanda>
 
 setja hann í vanda, valda honum vanda
 dæmi: þau hafa komið sér í miklar skuldir
 b
 
 koma <starfseminni> í gang
 
 láta hana hefjast
 17
 
 koma + í kring
 
 koma <þessu> í kring
 
 sjá svo um að þetta gerist
 dæmi: hann kom því í kring að þeim yrði boðið í veisluna
 18
 
 koma + með
 
 a
 
 koma með (honum)
 
 fara eitthvert með honum
 dæmi: hún ætlar að koma með mér í leikhúsið
 dæmi: ég ætla í gönguferð, kemur þú með?
 b
 
 koma með <bókina>
 
 taka bókina með sér
 dæmi: allir gestirnir komu með eitthvert snarl
 c
 
 koma með <tillögu>
 
 færa fram, bera upp tillögu
 dæmi: einn fundarmanna kom með góða hugmynd
 19
 
 koma + niður á
 
 a
 
 <sparnaðaraðgerðirnar> koma niður á <fötluðum>
 
 þær bitna á fötluðum, fatlaðir koma illa út úr þeim
 b
 
 koma sér niður á <góða lausn>
 
 finna í sameiningu góða lausn
 20
 
 koma + nærri
 
 koma nærri <deilunni>
 
 eiga þátt í, eiga aðild að deilunni
 21
 
 koma + saman
 
 a
 
 <nemendur> koma saman
 
 nemendur mynda samkomu, mætast í hóp
 dæmi: læknar spítalans komu saman til fundar
 dæmi: fjöldi manns var saman kominn í miðbænum
 b
 
 koma sér saman um <skipulagið>
 
 fallstjórn: þágufall
 gera með sér samkomulag um skipulagið
 dæmi: nemendurnir gátu ekki komið sér saman um skemmtidagskrána
 c
 
 <þeim> kemur <vel> saman
 
 frumlag: þágufall
 samkomulag þeirra er <gott>
 dæmi: bræðrunum tveimur hefur alltaf komið illa saman
 d
 
 koma saman <ræðu>
 
 setja saman, semja ræðu
 22
 
 koma + til
 
 a
 
 <verðhækkunin> kemur til af <þessu>
 
 hún orsakast af þessu
 hvað kemur til?
 
 hvað veldur, hver er ástæðan?
 dæmi: hvað kemur til að hann er orðinn svona hógvær?
 b
 
 koma til
 
 verða betri, öflugri, eflast, batna
 dæmi: gróðurinn er allur að koma til eftir veturinn
 c
 
 koma til
 
 verða til, fá tilvist
 dæmi: hún hefur kosið flokkinn eftir að hann kom til
 koma til sögunnar
 
 verða til, fá tilvist
 dæmi: skrifað var á skinn áður en pappír kom til sögunnar
 d
 
 koma til með að <iðrast þessa>
 
 eiga eftir að iðrast þessa seinna
 dæmi: við komum til með að bjóða upp á hvalaskoðun í sumar
 e
 
 þykja/finnast <mikið> til koma
 
 vera hrifinn
 dæmi: þau skoðuðu safnið en fannst heldur lítið til koma
 f
 
 það kemur til <átaka>
 
 átök verða, átök brjótast út
 dæmi: það kom til slagsmála fyrir utan krána
 23
 
 koma + til móts við
 
 koma til móts við <hana>
 
 sinna þörfum eða kröfum hennar
 dæmi: reynt er að koma til móts við kröfur neytenda
 24
 
 koma + undan
 
 fallstjórn: þágufall
 a
 
 koma <peningunum> undan
 
 laumast burt með þá, flytja þá leynilega á brott
 b
 
 koma sér undan <verkinu>
 
 sjá til þess að maður sleppi við verkið
 dæmi: ráðherrann kom sér undan því að svara spurningunni
 25
 
 koma + undir
 
 barnið kemur undir
 
 barnið er getið
 dæmi: barnið kom undir um páskana
 26
 
 koma + upp
 
 a
 
 sólin/tunglið kemur upp
 
 sólin/tunglið stígur upp, rennur upp á himninum
 b
 
 <krókusarnir> koma upp
 
 þeir stinga blöðum sínum upp úr moldinni
 c
 
 koma sér upp <vinnustofu>
 
 útbúa vinnustofu fyrir sig
 dæmi: íbúar héraðsins hafa komið sér upp félagsheimili
 d
 
 það kemur upp <ný staða>
 
 það verða nýjar aðstæður
 dæmi: við hringjum í húsvörðinn ef eitthvert vandamál kemur upp
 27
 
 koma + upp á
 
 það kemur <ekkert> upp á
 
 ekkert (sérstakt) gerist út frá hinu vanalega
 dæmi: kom nokkuð upp á meðan ég var í burtu?
 28
 
 koma + upp um
 
 koma upp um <þjófinn>
 
 segja frá þjófnum, afhjúpa hann
 29
 
 koma + út
 
 a
 
 <bókin> kemur út
 
 bókin kemur úr prentsmiðjunni, er gefin út
 b
 
 <þetta> kemur <einkennilega> út
 
 þetta lítur einkennilega út, kemur einkennilega fyrir sjónir
 dæmi: ljósmyndin kom vel út á prenti
 30
 
 koma + út úr
 
 <verslunin> kemur <vel> út úr <könnuninni>
 
 útkoma hennar úr könnuninni er góð
 31
 
 koma + við
 
 a
 
 koma við <þetta>
 
 snerta það með hendinni
 dæmi: það er bannað að koma við listaverkin
 b
 
 koma við <þar>
 
 stoppa þar á leiðinni
 dæmi: hún kom við í banka á leiðinni heim
 c
 
 <þetta> kemur <þér> ekki við
 
 þig varðar ekkert um þetta, þú þarft ekki að vita neitt um þetta
 32
 
 koma + yfir
 
 a
 
 hvað kom yfir <hana>?
 
 í hvaða hugarástand komst hún?
 dæmi: ég veit ekki hvað kom yfir mig en ég byrjaði að æpa
 b
 
 andinn kemur yfir <hana>
 
 hún fær (skáldlegan) innblástur
  
orðasambönd:
 koma í veg fyrir <innbrot>
 
 hindra að innbrot eigi sér stað
 komast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík