Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kalla so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 hrópa orð sín
 dæmi: hún kallaði til mín að koma í símann
 dæmi: hann kallaði í hana úr næsta herbergi
 dæmi: þau kölluðu á krakkana að flýta sér
 2
 
 nefna (e-n/e-ð e-ð)
 dæmi: hún kallar stjúpa sinn pabba
 dæmi: hann kallar bangsann sinn Felix
 3
 
 biðja (e-n) að koma
 dæmi: forstjórinn kallaði hann á sinn fund
 4
 
 kalla + á
 
 <þetta> kallar á <svar>
 
 þetta útheimtir svar
 5
 
 kalla + eftir
 
 kalla eftir <breytingum>
 
 biðja um breytingar, krefjast breytinga
 dæmi: menn kölluðu eftir aðgerðum lögreglu
 6
 
 kalla + fram
 
 a
 
 kalla <þetta> fram
 
 draga þetta fram
 dæmi: matreiðslumeistarinn kann að kalla fram það besta úr hráefninu
 b
 
 kalla <hana> fram
 
 klappa fram sviðslistamann eftir flutning
 dæmi: söngvarinn var kallaður fram þrisvar
 7
 
 kalla + fram í
 
 kalla fram í
 
 hrópa fram í, trufla tal með köllum
 dæmi: áheyrendur kölluðu fram í þegar ráðherrann talaði
 8
 
 kalla + saman
 
 kalla saman <öryggisráðið>
 
 boða fund með aðilum öryggisráðsins
 dæmi: kennarar skólans voru kallaðir saman
 9
 
 kalla + til
 
 kalla <lögregluna> til
 
 biðja lögregluna að koma
 dæmi: eldur kviknaði og slökkviliðið var kallað til
 10
 
 kalla + upp
 
 kalla upp <nafnið>
 
 hrópa nafnið (t.d. á biðstofu læknis)
 dæmi: hann beið eftir að númerið hans væri kallað upp
 11
 
 kalla + út
 
 kalla út <hjálparsveit>
 
 biðja um aðstoð hjálparsveitar, biðja hana að fara á vettvang
 12
 
 kalla + yfir
 
 kalla yfir <sig> <ógæfu>
 
 dæmi: hann kallaði bölvun yfir ættina með háttalagi sínu
 kallast
 kallaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík