Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

jafna so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-ð) jafnt, slétta (e-ð)
 dæmi: hann jafnaði moldina í beðunum
 dæmi: textinn er jafnaður vinstra megin
 jafna <húsið> við jörðu
 
 rífa húsið alveg
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 jafna sig
 
 ná sér, verða heilbrigður á ný
 dæmi: ertu búinn að jafna þig eftir flensuna?
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 jafna metin
 
 gera leikinn jafnan, verða jafn e-m
 dæmi: leikmennirnir jöfnuðu metin í seinni hálfleik
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 jafna deiluna
 
 leiða deiluna til lykta, útkljá deiluna
 5
 
 jafna + niður
 
 fallstjórn: þágufall
 dreifa (e-u) jafnt
 dæmi: þau jöfnuðu útgjöldunum niður á hálft ár
 6
 
 jafna + saman
 
 fallstjórn: þágufall
 bera (e-ð) saman
 dæmi: við getum ekki jafnað saman skáldsögu og fræðiriti
 það er ólíku saman að jafna
 7
 
 jafna + um
 
 fallstjórn: þolfall
 lækka rostann (í e-m)
 dæmi: ég skal jafna um þennan áflogasegg svo hann gleymi því ekki
 jafnast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík