Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hressa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 gera (e-n) hressari, líflegri
 dæmi: fáðu þér kaffi, það hressir þig
 dæmi: góðar samræður geta hresst andann
 hressa <hana> við
 
 dæmi: þessar góðu hagnaðartölur hressa eflaust forstjórann við
 2
 
 hressa <íbúðina> við
 
 lagfæra hana, gera hana betur útlítandi
 dæmi: ég ætla að láta hressa við borðstofuhúsgögnin mín
 hressa upp á <veitingastaðinn>
 
 lagfæra hann, gera hann betur útlítandi
 dæmi: hann lét hressa upp á hjólið sitt með nýju lakki
 dæmi: ég þarf að hressa upp á þýskukunnáttuna
 hressast
 hressandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík