Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hlaupa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara hratt áfram á fótunum
 dæmi: hann hleypur hálftíma á dag
 dæmi: ég hljóp eins hratt og ég gat
 dæmi: hún hljóp eins og fætur toguðu
 dæmi: krakkarnir hlupu á harðaspretti bak við húsið
 dæmi: kötturinn hljóp á eftir músinni
 hlaupa við fót
 
 ganga og hlaupa í senn
 2
 
 (um þvott) skreppa saman í þvotti
 dæmi: buxurnar hlupu í þvotti
 3
 
 (um vatnsfall) vaxa mikið og flæða
 dæmi: áin hleypur á hverju ári
 4
 
 (um jökul eða jarðveg) þrýstast fram, fara út yfir mörk sín
 dæmi: skriðjökullinn hleypur öðru hverju
 5
 
 hlaupa + á
 
 hlaupa á sig
 
 gera fljótfærnismistök
 dæmi: blaðið hljóp á sig og birti ranga mynd með fréttinni
 6
 
 hlaupa + frá
 
 hlaupa frá <verkinu>
 
 fara frá verkinu, yfirgefa það
 dæmi: smiðurinn hljóp frá hálfkláruðu verki
 7
 
 hlaupa + í
 
 það hleypur í <hana> <reiði>
 
 hún fyllist reiði
 dæmi: hann talar ekki við mig, hvað hefur hlaupið í hann?
 8
 
 hlaupa + til
 
 hlaupa til
 
 bregðast skjótt við
 dæmi: hún hljóp til og hjálpaði gamla manninum
 8
 
 hlaupa + uppi
 
 hlaupa <hana> uppi
 
 hlaupa á eftir henni og ná henni
 9
 
 hlaupa + út undan
 
 hlaupa út undan sér
 
 sýna ótryggð, óheiðarleika
 10
 
 hlaupa + yfir
 
 hlaupa yfir <eitt atriði>
 
 sleppa einu atriði (því að lesa það, fara í það)
 dæmi: nemendurnir mega hlaupa yfir 4. kaflann
 hlaupast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík