| |
framburður |
| | beyging |
| | fallstjórn: þolfall |
| | 1 |
| |
| | vera með (e-ð) | | | dæmi: ég hef mitt eigið skrifborð í vinnunni | | | dæmi: hann hafði dagblað í hendinni | | | dæmi: við höfum stóran garð |
|
| | 2 |
| |
| | hjálparsögn til að mynda núliðna og þáliðna tíð (lokið horf) | | | dæmi: ég hef aldrei komið til Spánar | | | dæmi: hann hefur verið í burtu að undanförnu | | | dæmi: hún hafði farið á pósthúsið | | | dæmi: þau höfðu ákveðið að hittast þar |
|
| | 3 |
| |
| | hafa sig <á brott> | | |
| | fara burt, snáfa burt | | | dæmi: hundurinn hafði sig loksins burt |
|
|
| | 4 |
| |
| | hafa + af | | |
| | a | | |
| | hafa <þetta> af | | |
| | takast þetta | | | dæmi: hún hafði það af að sigra í spretthlaupinu |
|
| | | b | | |
| | hafa það af | | |
| | halda lífi, lifa af hættu eða sjúkdóm |
|
|
|
|
| | 5 |
| |
| | hafa + á móti | | |
| | hafa <ekkert> á móti <þessu> | | |
| | vera <ekki> mótfallinn þessu | | | dæmi: ég hef ekkert á móti hnefaleikum | | | dæmi: segið til ef þið hafið eitthvað á móti þessu |
|
|
|
| | 6 |
| |
| | hafa + eftir | | |
| | hafa <þetta> eftir <honum> | | |
| | segja þetta eins og hann sagði það | | | dæmi: þetta var haft eftir ráðherranum í gær |
|
|
|
| | 7 |
| |
| | hafa + fram | | |
| | hafa sitt fram | | |
| | ná fram vilja sínum | | | dæmi: ef þeir hafa sitt fram hækka launin umtalsvert |
| | | hafa <þetta> fram | | |
| | fá þessu framgengt, fá þetta í gegn |
|
|
|
| | 8 |
| |
| | hafa + fram yfir | | |
| | hafa <þetta> fram yfir <hana> | | |
| | vera betri, hafa betri stöðu en hún að þessu leyti | | | dæmi: poppkorn hefur ýmislegt fram yfir annað snakk |
|
|
|
| | 9 |
| |
| | hafa + fyrir | | |
| | a | | |
| | hafa fyrir <þessu> | | |
| | ómaka sig við þetta, hafa fyrirhöfn af þessu | | | dæmi: hún hafði fyrir því að baka 3 tertur í veisluna | | | dæmi: þau höfðu mikið fyrir því að skipuleggja skólaballið |
|
| | | b | | |
| | hafa <eitthvað> fyrir sér | | |
| | styðjast við vitneskju eða góð rök | | | dæmi: ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir þetta |
|
|
|
|
| | 10 |
| |
| | hafa + í | | |
| | a | | |
| | hafa í sig og á | | |
| | hafa nóg til að framfleyta sér |
|
| | | b | | |
| | hafa sig í <að hringja> | | |
| | hafa framkvæmd, dug, kjark í sér til að hringja | | | dæmi: við höfðum okkur loks í að láta mála þakið |
|
|
|
|
| | 11 |
| |
| | hafa + í frammi | | |
| | hafa sig <lítið> í frammi | | |
| | vera áberandi í umræðum, í samfélaginu | | | dæmi: hann hafði sig fremur lítið í frammi á fundinum |
|
|
|
| | 12 |
| |
| | hafa + ofan af | | |
| | a | | |
| | hafa ofan af fyrir <sér> | | |
| | stytta sér stundir | | | dæmi: ég hafði ofan af fyrir mér með lestri skáldsagna | | | dæmi: það þarf að hafa ofan af fyrir krökkunum í flugvélinni |
|
| | | b | | |
| | gamalt | | | hafa ofan af fyrir <fjölskyldunni> | | |
| | framfleyta fjölskyldunni, sjá henni farborða |
|
|
|
|
| | 13 |
| |
| | hafa + til | | |
| | hafa sig til | | |
| | gera sig kláran, fínan | | | dæmi: þær eru að hafa sig til fyrir samkvæmið |
|
|
|
| | 14 |
| |
| | hafa + undan | | |
| | hafa (ekki) undan <henni> | | |
| | koma minna í verk en hún | | | dæmi: þeir hafa ekki undan að framleiða vöruna | | | dæmi: starfsfólkið hefur varla undan að taka við umsóknum |
|
|
|
| | 15 |
| |
| | hafa + undir | | |
| | a | | |
| | hafa <skjalið> undir höndum | | |
| | hafa skjalið í vörslu sinni |
|
| | | b | | |
| | hafa <hann> undir | | |
| | vera honum yfirsterkari í átökum |
|
|
|
|
| | 16 |
| |
| | hafa + upp á sig | | |
| | <þetta> hefur <lítið> upp á sig | | |
| | þetta gagnar lítið, þetta hefur engan tilgang eða árangur | | | dæmi: það hefur ekkert upp á sig að fara í mál við hann |
|
|
|
| | 17 |
| |
| | hafa + uppi á | | |
| | hafa uppi á <bréfunum> | | |
| | finna bréfin | | | dæmi: það reyndist erfitt að hafa uppi á eiganda bátsins |
|
|
|
| | 18 |
| |
| | hafa + upp úr | | |
| | hafa <lítið> upp úr <starfinu> | | |
| | fá litlar tekjur eða hagnað af starfinu | | | dæmi: þeir hafa sæmilega upp úr búðinni |
| | | hafa <mikið> upp úr sér | | |
| | hafa miklar tekjur eða hagnað |
| | | það er <lítið> upp úr <þessu> að hafa | | |
| | þetta skilar litlum hagnaði, ágóða |
|
|
|
| | 19 |
| |
| | hafa + út undan | | |
| | hafa <hana> út undan | | |
| | taka hana ekki með (þegar aðrir fá e-ð) | | | dæmi: Öskubuska var alltaf höfð út undan |
|
|
|
| | 20 |
| |
| | hafa + út úr | | |
| | hafa út úr <honum> <fé> | | |
| | ná af honum fé með klækjum |
|
|
|
| | 21 |
| |
| | hafa + við | | |
| | a | | |
| | hafa mikið við | | |
| | hafa hátíðarbrag á e-u, gera e-ð með viðhöfn | | | dæmi: þau elda nautakjöt þegar þau vilja hafa mikið við |
|
| | | b | | |
| | hafa (ekki) við <honum> | | |
| | vera lengur en hann, ná honum (ekki) | | | dæmi: hann talaði svo hratt að ég hafði ekki við að skrifa það niður |
|
|
|
|
| | 22 |
| |
|
| | hafast |
| | orðasambönd: |
| | hafðu það gott |
| |
|
| | það verður að hafa það |
| |
| | svo verður þá að vera, það er ekkert við því að gera | | | dæmi: það var uppselt á tónleikana - það verður bara að hafa það |
|