Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

greina so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 sjá eða heyra (e-ð) skýrt
 dæmi: letrið er svo smátt að ég get ekki greint það
 dæmi: getur þú greint hvað stendur á þessu skilti?
 dæmi: ég greini ekki hvaðan hljóðið kemur
 2
 
 ákvarða eða skilgreina (e-ð)
 dæmi: læknirinn greindi hana með mislinga
 dæmi: læknar gátu ekki greint sjúkdóminn
 dæmi: fyrsta skrefið er að greina vandann
 3
 
 skilja á milli tveggja eða fleiri atriða, aðgreina (e-ð)
 dæmi: hann kann að greina í sundur mismunandi postulín
 greina <þetta> að
 
 dæmi: það er erfitt að greina að þessar tvær fisktegundir
 4
 
 greina + á
 <þá> greinir á um <þetta>
 
 þeir eru ósammála (í afstöðu sinni) um þetta
 dæmi: vísindamennina greinir á um erfðabreytt matvæli
 5
 
 greina + frá
 segja frá (e-u)
 dæmi: hún greindi frá ferð sinni í Páfagarð
 dæmi: ég ætla að greina frá niðurstöðum rannsóknarinnar
 greinast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík