Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

grafa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 fara ofan í jörðina, t.d. með skóflu
 dæmi: hann gróf djúpa holu
 dæmi: hundurinn grefur beinið í garðinum
 dæmi: ef við gröfum niður komum við að trjárótinni
 grafa eftir <gulli>
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 jarða (e-n)
 dæmi: þeir grófu líkið í sandinn
 dæmi: hann er grafinn í litla kirkjugarðinum
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 meitla (e-ð) í stein eða málm
 dæmi: nafn hennar er grafið á legsteininn
 4
 
 það grefur í <sárinu>
 
 það myndast gröftur í sárinu
 5
 
 grafa + um
 
 grafa um sig
 
 breiðast út
 dæmi: það var eins og hræðsla græfi um sig í hug hennar
 það grefur um sig <óánægja>
 6
 
 grafa + undan
 
 gera (e-ð) veikara, óstöðugra, veikja (e-ð)
 dæmi: þeir virðast vilja grafa undan lýðræðinu í landinu
 7
 
 grafa + upp
 
 finna (e-ð) út, komast að (e-u)
 dæmi: hún gat grafið upp nafn viðkomandi nemanda
 grafast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík