Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

gjalda so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 borga, greiða (e-ð)
 dæmi: skuldin var goldin á réttum tíma
 dæmi: hann galt of fjár fyrir húsið
 dæmi: hún hefur goldið ríkinu háa skatta
 2
 
 fallstjórn: eignarfall
 hafa skaða af (e-u)
 dæmi: hann var látinn gjalda þess í skóla að hann var bólugrafinn
  
orðasambönd:
 gjalda í sömu mynt
 
 svara líku líkt
 gjalda líku líkt
 
 svara líku líkt
 gjalda <ókurteisina> dýru verði
 
 hljóta harðar afleiðingar af ókurteisinni
 hvers á <ég> að gjalda?
 
 af hverju bitnar þetta á mér?
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík