Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fullur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (ílát; rými)
 með miklu magni af e-u í
 dæmi: kassi fullur af bókum
 dæmi: full kanna af vatni
 dæmi: harði diskurinn er fullur
 2
 
  
 þrunginn e-i tilfinningu
 dæmi: hún er full samúðar með þeim
 dæmi: hann horfði á myndina fullur aðdáunar
 3
 
 án skerðingar eða styttingar, óskertur
 dæmi: hún fékk leyfi á fullum launum
 dæmi: hann hefur fullan aðgang að skjölunum
 dæmi: fyrirtækið ber fulla ábyrgð í málinu
 fullt nafn
 heita <Sigurður Guðmundsson> fullu nafni
 4
 
 undir áhrifum áfengis, ölvaður, drukkinn
 dæmi: hann slagaði fullur út af kránni
  
orðasambönd:
 <eiga> fullt af <peningum>
 
 eiga mikið fé, vera ríkur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík