Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

fjara no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sá hluti strandar sem sjávarföll leika um, sjávarmál
 [mynd]
 2
 
 það að lágsjávað er, þegar sjór stendur lágt við land, útfall
 flóð og fjara
 <ganga fyrir nesið> á fjöru
 sbr. flóð
  
orðasambönd:
 ég skal finna <hann> í fjöru
 
 ég skal láta hann heyra það, hefna mín á honum
 fara á fjörurnar við <hana>
 
 reyna við hana
 hafa marga fjöruna sopið
 
 hafa reynt ýmislegt, hafa lent í ýmsum raunum
 <ritgerðina> rekur á fjörur mínar
 
 ritgerðin barst mér í hendur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík