Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

finna so
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 rekast á, uppgötva (e-ð óvænt eða týnt)
 dæmi: hún fann lykilinn niðri í skúffu
 dæmi: ég hef ekki enn fundið bókina
 dæmi: þeir fundu gullnámu í fjallinu
 dæmi: hann finnur oft sniðug föt á útsölum
 <þarna> er <margt> að finna
 
 dæmi: marga áhugaverða hluti er að finna í antikbúðinni
 2
 
 koma og tala við (e-n), boða (e-n) til samtals
 dæmi: geturðu fundið mig andartak?
 3
 
 skynja, nema (e-ð)
 dæmi: ég finn brunalykt
 dæmi: finndu ilminn af rósinni
 dæmi: ég fann lítið bragð af matnum
 dæmi: hún fann svitann spretta fram
 dæmi: þau fundu hvernig jörðin skalf
 4
 
 finna + að
 
 finna að <þessu>
 
 setja út á þetta, gagnrýna þetta
 dæmi: hann finnur að öllu sem hún skrifar
 5
 
 finna + á
 
 finna <þetta> á sér
 
 hafa þetta á tilfinningunni
 dæmi: ég finn á mér að veturinn verður erfiður
 dæmi: hann fann á sér hvernig henni leið
 finna á sér
 
 skynja áhrif áfengis
 dæmi: hún finnur á sér af einum bjór
 6
 
 finna + fyrir
 
 finna fyrir <hungri>
 
 skynja hjá sér hungur
 dæmi: ég fann fyrir áhrifum lyfsins
 7
 
 finna + til
 
 finna til
 
 skynja sársauka
 dæmi: hann finnur til í tönninni
 dæmi: finnurðu til þegar ég þrýsti á öxlina á þér?
 finna til <einsemdar>
 
 skynja, upplifa einsemd
 dæmi: við vorum farin að finna til þreytu
 dæmi: ég fann til þakklætis í garð hans
 finna til með <honum>
 
 hafa samúð með honum
 finna til <nesti>
 
 taka til nesti
 <þetta> er vel til fundið
 
 þetta er góð hugmynd, sniðugt
 dæmi: það var vel til fundið að halda þessa tónleika
 8
 
 finna + upp
 
 finna upp <gufuvélina>
 
 uppgötva gufuvélina, gera hana að uppfinningu sinni
 dæmi: veistu hver fann upp ljósaperuna?
 9
 
 finna + upp á
 
 finna upp á <þessu>
 
 taka upp á því, hafa það tiltæki
 dæmi: þau fundu upp á því að fá sér hænur
 10
 
 finna + út
 
 finna <þetta> út
 
 komast að þessu
 dæmi: hann hefur ekki enn fundið út hver sendi bréfið
 11
 
 finna + út úr
 
 finna út úr <vandanum>
 
 finna lausn, leið út úr vandanum
 dæmi: hefur þú fundið eitthvað út úr þessari krossgátu?
 finnast
 fundinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík