Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

einhver fn
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: ein-hver
 óákveðið fornafn
 1
 
 form: karlkyn
 sérstætt
 ótilgreind persóna
 dæmi: einhver hefur þvegið upp
 dæmi: hana langaði að gleðja einhvern
 dæmi: ég verð að segja einhverjum þetta
 2
 
 ótilgreind persóna eða fyrirbæri
 dæmi: einhverjar búðir voru opnar
 dæmi: hann var að lesa einhverja bók
 dæmi: þarna var einhver maður
 dæmi: hún kann að meta það sem er einhvers virði
 dæmi: húfan er í eigu einhvers nemandans
 einhver annar
 
 dæmi: þetta var eitthvert annað barn
 3
 
 einn úr hópi, einn af e-m
 dæmi: þetta er eitthvert besta veitingahúsið í bænum
 eitthvað
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Hvorugkyn eintölu <i>eitthvað</i> stendur sjálfstætt en <i>eitthvert</i> stendur með nafnorði. <i>Hún gerði eitthvað. Hann fór eitthvað annað</i> (ekki: „hann fór eitthvert annað“). <i>Hún vann eitthvert verk</i> (ekki: „hún vann eitthvað verk“).<br><br>Athugið skal sérstaklega að aðeins í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu er fyrri liðurinn <i>eitt</i>-, alls staðar annars staðar er hann <i>ein</i>-. <i>Hann heyrði eitthvað</i> (ekki „einhvað“). <i>Hún fleygði einhverju</i> (ekki „eitthverju“).
_________________________________
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Hvorugkyn eintölu <i>eitthvað</i> stendur sjálfstætt en <i>eitthvert</i> stendur með nafnorði. <i>Hún gerði eitthvað. Hann fór eitthvað annað</i> (ekki: „hann fór eitthvert annað“). <i>Hún vann eitthvert verk</i> (ekki: „hún vann eitthvað verk“).<br><br>Athugið skal sérstaklega að aðeins í nefnifalli og þolfalli í hvorugkyni eintölu er fyrri liðurinn <i>eitt</i>-, alls staðar annars staðar er hann <i>ein</i>-. <i>Hann heyrði eitthvað</i> (ekki „einhvað“). <i>Hún fleygði einhverju</i> (ekki „eitthverju“).
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík