Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

eiga so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 vera eigandi (e-s), hafa (e-ð) til eignar
 dæmi: hann á hús og bíl
 dæmi: þau eiga mikla peninga
 dæmi: hann átti litla prentsmiðju
 dæmi: við eigum enga mynd af henni
 dæmi: þú mátt eiga þessa bók
 2
 
 tengjast skyldmenni, vini eða óvini
 dæmi: hún á tvo bræður
 dæmi: þau eiga fjögur börn
 3
 
 fæða (barn)
 dæmi: hún átti drenginn um nóttina
 4
 
 hafa (e-ð) (aðild, þátttöku, hlutdeild)
 eiga þátt í <verkefninu>
 
 dæmi: hann á eflaust þátt í bankaráninu
 eiga hlut að máli
 
 vera aðili að málinu
 eiga frumkvæði(ð) að <hugmyndinni>
 eiga möguleika á <fjárstyrk>
 eiga upptökin að <þessum ráðagerðum>
 <þeir> eiga <ýmislegt> sameiginlegt
 5
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 eiga sér <draum>
 
 hafa draum í brjósti
 dæmi: ég á mér þá von að geta flutt í sveitina
 6
 
 láta <hana> eiga sig
 
 skipta sér ekki af henni, láta hana í friði
 dæmi: þegar stelpan er með frekju læt ég hana eiga sig
 láta <þetta> eiga sig
 
 skipta sér ekki af þessu, láta þetta vera
 dæmi: látum uppvaskið bara eiga sig þangað til á morgun
 7
 
 eiga <þetta> skilið
 
 verðskulda þetta
 <hann> má eiga það
 
 það verður að sýna honum það réttlæti
 8
 
 sem háttarsögn, táknar skyldu, tilmæli
 dæmi: hann á að mæta í vinnuna klukkan átta
 dæmi: hún á að búa til kaffið í dag
 dæmi: við eigum að loka öllum gluggum
 dæmi: ætti ég að biðja hana afsökunar?
 9
 
 sem háttarsögn, táknar óvissu, getgátu, gefna forsendu
 dæmi: hann á að heita besti vinur minn!
 dæmi: hvað eiga þessar myndir að tákna?
 dæmi: hún á að hafa stolið bílnum og skemmt hann
 10
 
 eiga + að
 
 a
 
 eiga <hana> að
 
 hafa hana til að leita til, hafa hana sér til stuðnings
 dæmi: við eigum hana að ef við lendum í vandræðum
 b
 
 vera eins og <hún> á að sér að vera
 
 vera eins og hún er venjulega, eins og hún er vön
 dæmi: hann var daufari en hann átti að sér að vera
 11
 
 eiga + eftir
 
 eiga eftir að <vökva blómin>
 
 vera ekki búinn að vökva blómin
 eiga eftir <tvo kafla>
 
 vera búinn að lesa allt nema tvo kafla
 dæmi: í lok mánaðarins átti hann næstum ekkert eftir af kaupinu sínu
 12
 
 eiga + fyrir
 
 eiga fyrir <nýjum skóm>
 
 eiga næga peninga til að kaupa sér nýja skó
 dæmi: hann er svo blankur að hann á ekki fyrir bíómiða
 13
 
 eiga + heima
 
 eiga heima <í Osló>
 
 hafa heimili sitt, búa þar
 eiga (ekki) heima <þarna>
 
 passa ekki inn þarna
 dæmi: svona ljótur sófi á ekki heima í svona flottri stofu
 14
 
 eiga + hjá
 
 eiga <100 krónur> hjá <henni>
 
 hún skuldar mér 100 krónur
 15
 
 eiga + inni
 
 eiga inni <ógreidd laun>
 
 mér eru skulduð laun
 dæmi: við eigum inni heimboð hjá henni
 16
 
 eiga + í
 
 a
 
 eiga í <vandræðum>
 
 vera í vandræðum, erfiðleikum
 dæmi: þeir áttu í erfiðleikum með að fá bankalán
 b
 
 eiga í <ófriði>
 
 vera sífellt í ófriði (við nágrannaríkin)
 dæmi: þau hafa átt í deilu við nágrannana
 c
 
 eiga <hlut> í <fyrirtækinu>
 
 vera eigandi að því að hluta
 dæmi: hún átti ekkert í húsnæðinu sem hún bjó í
 d
 
 eiga í sig og á
 
 hafa nóg til að framfleyta sér, hafa í sig og á
 17
 
 eiga + með
 
 a
 
 eiga <erfitt> með <þetta>
 
 veitast þetta erfitt
 dæmi: hún á bágt með að ganga upp stiga
 dæmi: þið eigið auðvelt með að finna hótelið
 b
 
 eiga ekkert með að <koma hingað>
 
 hafa engan rétt til að koma hingað
 18
 
 eiga + saman
 
 a
 
 <vinirnir> eiga <vel> saman
 
 þeir hæfa hvor öðrum vel
 dæmi: litirnir í stofunni eiga ágætlega saman
 b
 
 eiga <íbúðina> saman
 
 vera eigendur hennar í sameiningu
 19
 
 eiga + til
 
 a
 
 eiga til <sykur>
 
 hafa sykur í fórum sínum, í skápnum
 dæmi: búðin átti ekki til hrökkbrauð
 b
 
 eiga ekki til <öfund>
 
 hafa ekki snefil af öfund í eðli sínu
 c
 
 eiga <þetta> til
 
 gera þetta stundum, við og við
 dæmi: við eigum það til að fara í fjallgöngur
 20
 
 eiga + undir
 
 eiga allt undir <velvild hans>
 
 vera alveg háður velvild hans
 21
 
 eiga + við
 
 a
 
 eiga við <þetta>
 
 meina þetta
 dæmi: ég átti við að þeir gætu orðið gjaldþrota
 hvað áttu við?
 b
 
 <svona klæðnaður> á <ekki> við
 
 hann er ekki viðeigandi, hæfir ekki
 dæmi: í svona veislu á vel við að halda stutta ræðu
 <þetta> á <vel> við <hana>
 
 þetta hæfir henni vel, hentar henni vel
 dæmi: þessi vinna átti ekki við mig
 dæmi: það á vel við hann að búa einn
 c
 
 <lampinn> á <vel> við <skrifborðið>
 
 hann passar vel við það
 dæmi: þessi hárgreiðsla á vel við síðan kjól
 d
 
 eiga við <pappírana>
 
 fikta í pappírunum
 dæmi: hver hefur átt við myndavélina mína?
 e
 
 eiga við <vanheilsu> að stríða
 
 berjast við veikindi
 f
 
 eiga við um <þetta>
 
 gilda um þetta, taka til þessa
 dæmi: reglugerðin á við um alla lyfjaframleiðendur
 dæmi: útflutningsbannið átti ekki við um Ísland
 eigast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík