Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

deila so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 þræta, rífast
 dæmi: þeir deildu um veiðiréttinn í laxveiðiánni
 dæmi: hann deildi við nágranna sinn út af bílastæðum
 dæmi: samkynhneigðir deila við kaþólsku kirkjuna
 2
 
 stærðfræði
 fallstjórn: þágufall
 skipta (tölu) í jafna hluta
 dæmi: deildu hundrað með fimm
 dæmi: ég deili fjórum í tólf og fæ út þrjá
 dæmi: átta deilt með fjórum er tveir
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 skipta (e-u) með e-m, milli e-a
 dæmi: þau ætla að deila ágóðanum með sér
 dæmi: þeir deildu sælgætinu á milli sín
 dæmi: þær deildu herbergi á heimavistarskólanum
 deila út <fatnaði>
 
 dreifa fatnaði til fólks
 dæmi: hjálparsamtök hafa deilt út matvælum til fátækra
 4
 
 deila + á
 deila á <páfann>
 
 gagnrýna páfann
 dæmi: hann deilir á ríkisstjórnina fyrir of mikinn niðurskurð
 deilast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík