Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

byggja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 búa (e-ð) til, smíða (e-ð)
 dæmi: hann byggði hús árið 1950
 dæmi: byggð var brú yfir fljótið
 2
 
 nema land og setjast að (á e-m stað)
 dæmi: þeir sigldu til landsins og byggðu það
 3
 
 byggja + á
 byggja <niðurstöðurnar> á <þessu>
 
 nota (e-ð) til grundvallar (e-u)
 dæmi: nefndin byggir álit sitt á vandlegri yfirvegun
 4
 
 byggja + upp
 byggja upp <fyrirtækið>
 
 stofna (e-ð) og þróa áfram
 dæmi: skemmtinefndin hefur byggt upp öflugt félagsstarf
 5
 
 byggja + við
 byggja við <skólann>
 
 smíða viðbót við (e-ð)
 dæmi: þau létu byggja við húsið sitt
 byggjast
 byggður
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Rétt er að gera greinarmun á notkun sagnarinnar <i>byggja</i> og miðmynd hennar <i>byggjast</i>. Dæmi: <i>Þetta mat er byggt á sjálfstæðri rannsókn. Hann byggir þetta mat á sjálfstæðri rannsókn. Þetta mat byggist á sjálfstæðri rannsókn.</i> Síður: „þetta mat byggir á sjálfstæðri rannsókn“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík